BYRJA ESTA UMSÓKN MÍNA   Ör

 

Gestir til Bandaríkjanna: Athuga Ferðasögu til BNA

Gestir til Bandaríkjanna erlendis frá geta komist að stuttu fyrirliti heimsókna þeirra og brottfara til og frá Bandaríkjunum.

Hvað ef ég þarf að sjá ferðasögu mína til BNA?

Þú getur komist að fimm ára ferðasögu þinni til Bandaríkjanna fyrir eigin yfirferð og aðstoð, en það er ekki hægt að nota það sem opinber gögn og skráningu fyrir lögum eða í öðrum tilgangi. Vinsamlegast gættu þess að sérstakar týpur ferðaupplýsinga eru ekki skráðar.

First Sample US Travel History
Second Sample US Travel History

Hvaða upplýsingar get ég nálgast?

Bandaríska Landamæraeftirlitið (LME) sér um gögn er varða komur og brottfarir. Þú getur nálgast ferðasögu fimm ár aftur í tímann til Bandaríkjanna, þar á meðal komudagsetningar og brottfarir, og hvar þú komst að landi og hvaðan þú fórst gegnum I-94 síðuna með því að skrá vegabréfsnúmerið.

Eftirfarandi gæti verið skilið undan ferðasögunni sem þú getur nálgast:

 • Komur og brottfarir við landamæri á landi
 • Komur og brottfarir í skemmtisiglingum sem landa á sama stað of þær fara
 • Uppfærslur varðandi pantanir flugferða
 • Uppfærslur, stöðubreytingar, eða lengingar á dvöl frá Bandarísku ríkis- og Innflytjendaþjónustunni
 • Ferðir Bandarískra ríkisborgara og Útlendinga sem búa löglega í Bandaríkjunum

Hvað get ég gert í ferðaupplýsingum sem vantar?

Það er ekkert hægt að gera varðandi ófullkomna ferðasögu. Landamæraeftirlitið fær ferðaupplýsingar frá mörgum aðilum. Slíkar upplýsingar er ekki hægt að nota sem lagalegar eða formlegar skráningar á löglegri inngöngu í landið; heldur til persónulegra nota notandanum til hægðarauka.

Get ég nálgast ferðaupplýsingar sem tengjast gamla vegabréfinu mínu?

Já, þú getur nálgast ferðaupplýsingar síðastliðinna fimm ára, svo lengi sem þú getur veitt vegabréfsnúmerið.

Hvað þarf ég til þess að nálgast Bandaríska ferðasögu?

Til að skoða ferðasögu þarftu að veita eftirfarandi upplýsingar, sem þarf að rita nákvæmlega eins og þær birtast á ferðaskjölunum sem verið er að nota til að komast inn í Bandaríkin.

 • Vegabréfsnúmer
 • Útgáfuland vegabréfs
 • Eftirnafn
 • Nafn
 • Fæðingardagur

Hvernig get ég verið viss um að gögnin mín séu rétt, ef ég kem til Bandaríkjanna flugleiðis en fer landleiðina?

Ef þú ætlar að fara frá landinu landleiðina og ert með pappírs eintak af I-94 getur þú afhent það Kanadísku Landamæraþjónustunni þegar þú kemur til Kanada eða Toll og landamæragæslunni þegar þú kemur til Mexíkó. Ef þú fórst fljúgandi inn í Bandaríkin og fékkst rafrænt I-94 gæti brottför þín landleiðina ekki verið skráð rétt, nema þú farir aftur inn í BNA áður en leyfið þitt rennur út sem er á þeim degi sem stimplaður var í vegabréfið þitt.

Íbúar Kanada og Mexíkó sem eru með rafrænt I-94 sem fara landleiðina burt og ætla ekki að koma aftur inn í Bandaríkin áður en stimpillinn í vegabréfinu rennur út ættu að hafa meðferðis sönnun þess að þeir hafi aftur farið til Canada eða Mexíkó. Til dæmis:

 • Farmiðar
 • Kvittanir
 • Stimplar á vegabréf
 • Kassastrimlar

Þeir sem ferðast til Kanada mega óska eftir stimpli frá Kanadísku landamæraþjónustunni á meðan þeir sem fara til Mexíkó geta fengið stimpil frá Instituto Nacional de Migracion (INM).

 

 

Þessi síða er rekin af einkafyrirtæki og er ekki tengd Bandarísku Ríkisstjórninni.