BYRJA ESTA UMSÓKN MÍNA   Ör

 

Hvað er ESTA?

Rafræna ferðaleyfiskerfið (ESTA) er sjálfvirkt skimunarferli sem metur mögulega ferðalanga til Bandaríkjanna áður en ferð hefst. ESTA metur frambærileika gesta til að koma til Bandaríkjana með vegabréfsáritunar ógildingar kerfinu (VWP), sem gerir ríkisborgurum ákveðinna landa kleyft að dveljast í Bandaríkjunum í allt að 90 daga án þess að fá vegabréfsáritun. Allir sem ætla sér að ferðast til Bandaríkjanna gegnum VWP þurfa að fá ESTA.

Verð ég að sækja um ESTA?

Þú þarft að sækja um ESTA ef þú ætlar að ferðast til Bandaríkjanna með VWP til að annað hvort: 1) Millilenda í Bandaríkjunum eða 2) dveljast í Bandaríkjunum í allt að 90 daga sem ferðamaður eða í atvinnuskini sem krefst ekki vegabréfsáritunar. Þú getur séð lista yfir gjaldgeng lönd hér að neðan. Ef þú hefur þegar fengið vegabréfsáritun sem ferðamaður, fyrir vinnu, eða til náms í Bandaríkjunum, þarftu ekki að sækja um ESTA.

Tryggir ESTA að ég fái inngöngu í Bandaríkin?

ESTA gengur úr skugga um að þú uppfyllir öll skilyrði til að ferðast til Bandaríkjanna, en tryggir ekki inngöngu. Aðeins starfsmaður landamæra og tollgæslunnar getur gefið endanlegt leyfi.

Hversu lengi get ég notað ESTA leyfi?

ESTA leyfi gildir í tvö ár, þá ertu fyrirfram með leyfi til að ferðast til Bandaríkjanna í ferðir sem eru 90 dagar eða minna á því tímabili. ESTA gildir aðeins fyrir það ákveðna vegabréf sem það var gefið út fyrir
BYRJA ESTA UMSÓKN MÍNA   Ör

Örugg Umsókn Örugg Umsókn


Hvenær ætti ég að sækja um ESTA?

Þú getur sótt um ESTA um leið og þú byrjar að undirbúa ferð til Bandaríkjanna. Þú þarft ekki að hafa ferðaáætlun eða staðfest miðakaup þegar þú sækir um. Athugaðu að þú þarft að hafa ESTA samþykki til að geta farið um borð í flug, og átt það því á hættu að vera neitað að ganga um borð í flugvélina ef þú sækir um á síðustu stundu. Kosturinn við að sækja snemma um ESTA er að sé þér hafnað hefur þú nægan tíma til að sækja um hefðbundna vegabréfsáritun sem gerir þér kleyft að ferðast til Bandaríkjanna.

Hvernig sæki ég um?

ESTA umsóknarferli er rafrænt. Það þarf ekki að prenta út eyðublöð og þú þarft ekki að fara í sendiráð Bandaríkjanna eða ræðismannaskrifstofu. Fyrir rafræna umsókn þarftu að geta gefið grunnupplýsingar svo sem nafn, fæðingardag, og vegabréfsnúmer, jafnframt því að svara spurningum varðandi smitsjúkdómasögu, refsidóma eða hvort þú hafir verið rekinn úr landi.

Hversu langan tíma tekur fyrir mig að fá ESTA?

Eftir að hafa klárað umsóknina, færðu eitt af þremur mögulegum svörum: Ferðaleyfi samþykkt, ferðaleyfi í bið, eða ferðaleyfi hafnað. Flestir fá samþykki strax, á meðan sumir þurfa að bíða í allt að 72 tíma eftir niðurstöðu.

Hvað geri ég ef mér er synjað um ESTA?

Ef ESTA umsókn þinni er hafnað en þú vilt enn ferðast til Bandaríkjanna, getur þú sótt um hefðbundna vegabréfsáritun til Bandaríkjanna í sendiráði eða ræðismannaskrifstofu. Það eru ýmsar mögulegar ástæður fyrir því að þú gætir mögulega ekki ferðast til Bandaríkjanna með VWP, en getir samt sem áður heimsótt Bandaríkin með hefðbundinni vegabréfsáritun.

 

 

Þessi síða er rekin af einkafyrirtæki og er ekki tengd Bandarísku Ríkisstjórninni.